Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Seinna tölublað MS-blaðsins í ár er komið út undir stjórn nýs ritstjóra, Erlu Maríu Markúsdóttur. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni og ætti að berast félögum og styrktaraðilum í pósti á allra næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á vefnum.