Með hugrænni færni er átt við það ferli í heilanum sem gerir það að verkum að við getum rökrætt, hugsað og leyst vandamál. Það er færni eins og:  

  • Einbeiting og athygli  einkenni

  • Nám og minni 

  • Skipulagning og lausn vandamála  

  • Málskilningur og málnotkun  

  • Sjónminni, sjónskynjun og fjarlægðarskyn 

Þessi færni er breytileg frá manni til manns og öll höfum við styrkleika og veikleika á mismunandi sviðum. Hugræn færni er talin eðlileg ef hún gerir okkur kleift að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. 

Margir þættir geta haft áhrif á heilastarfsemi, eins og streita, þreyta, þunglyndi, verkir, mikil áfengisneysla, slæmt mataræði, ýmsir sjúkdómar og lyfjanotkun. Þessir þættir hafa einnig áhrif á hugræna færni eins og einbeitingu, nám og minni. 

  • Hugrænir erfiðleikar eru ekki alltaf MS-sjúkdómnum um að kenna.
 heili