Vörunúmer: 2002

Framlag til Skells

Verðm/vsk
2.500 kr.
Verð
2.500 kr.

Skellur MS er félagshópur fyrir unga / nýgreinda einstaklinga með MS. Tilgangur hópsins er að gefa fólki vettvang til að fræðast, deila reynslu, kynnast fólki og hafa gaman. Miðað er við einstaklinga undir 35 ára aldri. Skellur stendur fyrir ýmis konar viðburðum á borð við kaffihúsakvöldum, spilakvöldum, keiluferðum og fleira.

 

MS-félagið er á almannaheillaskrá skattsins og því geta framlög til félagsins veitt rétt á skattfrádrætti ef öll skilyrði til þess eru uppfyllt.

Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsstofni) allt að 350.000 kr. á ári, vegna gjafa og framlaga til MS-félagsins. Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.

Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu í kaupferlinu til að hægt sé að standa skil á upplýsingum til skattfrádráttar.