Mánudaginn 13. febrúar kl. 16 verður bein netútsending frá málþingi í boði IPMSA (International Progressive MS Alliance). Aðal gestur málþingsins er Francisco Quintana, Ph.D. frá Harvard University/Brighamand Women’s Hospital í Bandaríkjunum sem leiðir rannsókn sem miðar að því að finna lyf sem gætu gagnast við versnun MS (primary and secondary progressive MS), þegar einstaklingi versnar og verður fyrir einhverri skerðingu án þess að fá MS-köst.

Rannsóknin er fjármögnuð með styrk frá IPMSA. Að verkefninu koma vísindamenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Ísrael og lyfjafyrirtækinu Sanofi Genzyme.

Verkefnið er fjármagnað til næstu 4 ára og er markmið þess að leita að nýjum meðferðum við versnun MS og framkvæma klínískar rannsóknir til að kanna gagnsemi þeirra.

 

Alþjóðlegu samtökin, "Progressive MS Alliance" eru undir stjórn MSIF, alþjóðasamtaka MS-félaga. Markmið PMSA er að leiða saman helstu sérfræðinga og vísindamenn í heiminum til að flýta fyrir því að fundin verði meðferðaúrræði við versnun MS og nýta sem best það fjármagn sem safnast til rannsókna.

Fjármögnun rannsóknaverkefna PMSA á að hjálpa til við að auka alþjóðlegt samstarf og samvinnu á þessu sviði og styrkja rannsóknir sem nú þegar eru í gangi og örva nýjar rannsóknir

 

Málþingið fer fram á ensku.

Til að geta fylgst með, þarf að skrá þátttöku hér.

Frekari upplýsingar hér.

Myndin er af Francisco Quintana, tekin af vefsíðu Brigham and Women’s Hospital.

 

Upplýsingar um ýmsar sjúkdómsgerðir MS hér.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir