Mörgum aðstandendum einstaklinga með MS þykir gott að fá utanaðkomandi stuðning og svör við spurningum sem óhjákvæmilega vakna um sjúkdóminn og einkenni hans ásamt því að fá góð ráð um hvernig best sé að takast á við nýjar áskoranir sem geta komið upp í fjölskyldunni.

MS-félagið býður félagsmönnum sínum og aðstandendum þeirra upp á viðtöl, ráðgjöf, námskeið og stuðning.

 

Félagsráðgjafi

MS-félagið býður upp á ókeypis ráðgjöf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafinn býður upp einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl, og veitir m.a. upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði, Sjá nánar hér.

 

Sálfræðiþjónusta

MS-félagið býður einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu.  Sjá nánar hér.

 

Námskeið

Í boði eru námskeið sérstaklega ætluð foreldrum, mökum og börnum einstaklinga með MS. Sjá nánar hér.

  

Viðtalshópur

Boðið er upp á viðtöl við fulltrúa úr viðtalshópi fræðslunefndar félagsins sem hafa áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á MS-sjúkdómnum. Sjá hér.

 

Fræðslubæklingar

MS-félagið hefur gefið út 6 fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn:

* Upplýsingar fyrir nýgreinda

* Almennur fróðleikur

* Daglegt líf

* Hugræn færni

* Persónuleiki og háttalag

* Tilfinningaviðbrögð 

 

Bæklinga félagsins má fá á rafrænu formi eða á pappír.

Slóð á bæklingana á rafrænu formi með nánari upplýsingum um innihald þeirra má finna hér.

Hægt er að nálgast bæklingana á skrifstofu félagsins að Sléttuvegi 5 eða fá þá senda með pósti með því að panta hér eða hringja í síma 568 8620 á milli kl. 10 og 15 alla virka daga.

 

Samskiptasíður

MS-félagið heldur úti fésbókarsíðunni MS-félag Íslands þar sem er að finna helstu upplýsingar og fróðleik er varðar félagið og starfsemi þess.

Einnig er að finna nokkra hópa fólks með MS og aðstandendur þeirra á fésbókinni, sjá hér.

 

Frekari upplýsingar

Miklar og misgóðar upplýsingar er að finna á veraldarvefnum og er nauðsynlegt að skilja á milli þess sem er áreiðanlegt og þess sem er það ekki. Vefsíða MS-félagsins inniheldur aðeins upplýsingar og efni frá traustum aðilum, og tenglasafn sem finna má á vefsíðunni vísar á vefsíður sem birta aðeins traustar upplýsingar um sjúkdóminn og annað sem tengist honum. Sjá hér.