Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
28.04.2021
Annar hluti MS Atlasins er nú kominn út. Hér getur þú fræðst um klíníska stjórnun MS-sjúkdómsins og þær hindranir sem fólk með MS um allan heim stendur frammi fyrir í aðgangi að heilbrigðisþjónustu og sjúkdómsbreytandi meðferðum.
29.03.2021
Vert er að vekja athygli á að með nýjum lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021 þá féll niður S-merking lyfja. Lyf sem merkt voru S-lyf eru nú ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.
31.01.2020
Lyfjagreiðslunefnd hefur nú samþykkt leyfisskyldu fyrir Ocrevus (ocrelizumab) og því fer að styttast í að hægt sé að taka lyfið í notkun hér á landi.
29.01.2020
Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.
19.10.2019
MS-lyfið Ocrevus er með markaðsleyfi í Evrópu sem meðferð við MS í köstum og, sem það fyrsta, við stöðugri versnun MS. Það hefur því markaðsleyfi á Íslandi en hefur þó ekki hlotið samþykki Lyfjagreiðslunefndar(4) fyrir greiðsluþátttöku ríkisins.
16.10.2019
Gagnsemi lyfsins Blitzima / MabThera fyrir MS-greinda var til umræðu á ECTRIMS-ráðstefnunni(1) 11. - 13. september sl. Blitzima / MabThera er hvergi í heiminum markaðssett sem MS-lyf en hefur verið notað sem slíkt á Íslandi síðan 2012.
13.10.2019
Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.
08.10.2019
Rannsóknir sýna að MS-greindir hafa lægra magn D-vítamíns í blóði samanborið við heilbrigða en D-vítamín er mikilvægt m.a. fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins.
05.10.2019
D-vítamín er m.a. mikilvægt fyrir starfsemi, uppbyggingu og þroska taugakerfisins. Margar farandfræðilegar rannsóknir benda til þess að lágt magn D-vítamíns í blóði auki hættuna á að fá MS en minna er vitað um áhrif eða ávinning D-vítamíns fyrir einstaklinga sem þegar eru með sjúkdóminn og þá hvort D-vítamín dragi úr MS-köstum og sjúkdómsframgangi.
22.09.2019
Á ECTRIMS 2019 voru kynntar niðurstöður nýrra rannsókna sem sýna fram á frekari gagnsemi Mayzent (siponimod), umfram það sem áður hefur verið sýnt fram á.