Tegund meðferðar

Fampyra er ekki fyrirbyggjandi MS-lyf, þ.e. fækkar ekki tíðni kasta og hægir ekki á versnandi fötlun, en er ætlað að bæta göngugetu MS-fólks með skerta gönguhæfni.

Hve oft gefið

Teknar eru 2 töflur á sólahring með 12 klst. millibili. Taka skal töfluna á tóman maga, þ.e. a.m.k. klukkutíma fyrir mat eða tveimur klukkustundum eftir mat.

Verkun

Fampyra getur gagnast MS-einstaklingum með mismunandi form sjúkdómsins.

Virkni

Fampyra (fampridine) hindrar starfsemi ákveðinna saltganga í taugum og eykur leiðnihraða taugaboða í sködduðum taugasímum sem stuðlar að bættri göngugetu.

* 40 % hafa gagn af lyfinu og geta bætt göngugetu um 20-30%.

* 60% sýna nánast enga svörun við lyfinu, finna ekki fyrir aukinni göngugetu eða finna fyrir aukaverkunum.

* Jákvæðar hliðarverkanir hjá sumum.

* Lyfið gagnast ekki þeim sem þegar hafa misst göngugetuna og eru komnir í hjólastól en sumum finnst styrkur sinn þó aukast.

Umsóknarferli

Sótt er um lyfið hjá taugalækni og gefinn er út lyfseðill fyrir 2 vikur.

* Einstaklingur fer í göngupróf hjá sjúkraþjálfara og byrjar eftir gönguprófið að taka lyfið.

* Skammtur er 2 töflur á sólahring með 12 klst. millibili.

* Taka skal töfluna á tóman maga, þ.e. a.m.k. klukkutíma fyrir mat eða tveimur klukkustundum eftir mat.

* Eftir 2 vikur er göngupróf endurtekið og metin framför í göngugetu og styrk.

* Ef framför er mælanleg eftir ákveðnum skala er gefið út lyfjaskíteini á lyfið.

Aukaverkanir

Aukaverkanir eru ekki hættulegar en geta verið óþægilegar; Svefntruflanir, svimi, höfuverkur, ógleði, ónot í maga, aukin þreyta, aukið jafnvægisleysi o.fl. 

Alvarlegar aukaverkanir geta verið flogaköst.

Frábending

Sjúklingar með sögu um flog eða sem haldnir eru flogum.

Sjúklingar með vægt skerta, miðlungsskerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi.

Eftirlit

 

Fyrst notað á Íslandi

Fampyra var fyrst leyft í Bandaríkjunum 2010 en á Norðurlöndunum 2011-2012. Á Íslandi frá 2011. 

Öryggiskort

 

Nánari upplýsingar um lyfið

Samantekt á eiginleikum Fampyra (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 04.08.2016, sjá hér

Annað

 

 

 

BB/október 2016