Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fjögur afbrigði spasma (*):
Vöðvaspenna getur meðal annars valdið vandræðum við gang og með tal, með kyngingu og með stjórn þvagblöðru. Sumir nýta sér hins vegar stífleikann til að hjálpa sér við gang eða til að fara á milli stóls og rúms.
Spasmar og vöðvaspenna geta verið í hvaða vöðva/vöðvum líkamans sem er og staðið yfir í stuttan eða lengri tíma.
Það sem gerist þegar við til dæmis beygjum handlegg er að biceps-vöðvinn (vöðvinn framan á handleggnum) styttist eða herpist og samtímis lengist eða slaknar á triceps-vöðvanum sem er aftan á handleggnum.
Ef MS-skemmdir valda truflunum á taugaboðum á milli heila og vöðva geta báðir vöðvarnir haldist í styttingu, þ.e. annar vöðvinn slakar ekki á, sem veldur því að handleggurinn stífnar og erfitt getur reynst að hreyfa hann. Truflun á taugaboðum getur einnig valdið ofvirkni vöðva og ósamhæfðum hreyfingum sem leiða til spasma.
Gulls ígildi og góð forvörn er að hreyfa sig eins og hægt er, t.d. með gönguferðum eða sundi, gera teygjur og æfingar daglega og gefa sér tíma í djúpslökun. Á vefsíðunni fá finna fjölbreyttar æfingar hér.
Meðhöndlun felst hins vegar í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og lyfjameðferð. Athugið að nú fellur greiðsla vegna sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
Iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari geta mögulega aðstoðað við að yfirfara aðstæður á heimili eða á vinnustað með tilliti til líkamsstöðu við vinnu og hvíld og ráðlagt um notkun hjálpartækja ef á þarf að halda.
Talaðu um einkenni þín við aðra einstaklinga með MS. Þú ert ekki ein/n um að fá spasma eða þjást af vöðvaspennu. Það er ótrúlegt hvað margir luma á góðum ráðum.
Lumir þú á góðum ráðum um hvernig takast megi á við spasma of vöðvaspennu, endilega deildu þeim með öðrum með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.