Vandamál tengd minni eru m.a. erfiðleikar við að muna nýlega atburði, stefnumót eða verkefni. Sumir einstaklingar finna fyrir því að það tekur bæði lengri tíma og meiri orku að muna hluti eða atburði en áður var. Sem betur fer er oft hægt að læra einfalda minnistækni svo minniserfiðleikarnir hafi ekki veruleg áhrif.
Yfirleitt er ekki mikið vandamál fyrir fólk með MS að muna það sem það sér eða heyrir og tengt er ákveðnum minningum. Eins gleymist sjaldan það sem hefur lærst eins og hvernig á að hjóla. Sama má segja um það sem kalla má almenna vitneskju eða að muna atburði aftur í tímann.
Góð ráð: Minniserfiðleikar
Færðu inn í tölvu, síma eða minnisbók það sem þú þarft að muna og stilltu á áminningu (píp/hringingu) ef þú þarft að muna eitthvað á tilteknum tíma.
Lærðu að nota almanaksbók og skrifaðu niður fyrir hvern dag það sem þarf að gera.
Vendu þig á að skoða þessar færslur á ákveðnum tímum, t.d. á matmálstímum eða á morgnana.
Settu sjálflímandi merkimiða á áberandi staði til að minna þig á það sem þú þarft að muna. Nota hljóðupptökumöguleika í stað þess að skrá eða skrifa niður.
Taktu myndir til dæmis á snjallsíma eða spjaldtölvu af því sem þú þarft að muna.
Notaðu minnistækni eða orðarím til að muna hluti.
Notaðu útskýringamyndir.
Endurtaktu fyrir sjálfum þér upplýsingar og skráðu lykilatriði.