Tvísýni

Tvísýni orsakast yfirleitt af truflun í heilastofni sem er neðst í heila og tengir hann við mænu. Þar eru taugar sem fara til augnvöðva. Trufluð taugaboð í þessum taugaboðum geta orsakað tvísýni.

 

Tvísýni getur verið til annarrar eða beggja hliða eða verið upp á við (þegar horft er upp) og henni getur fylgt sérstakt tif eða sláttur í sjónsviðinu vegna samtímis truflana í fylgihreyfingum augnanna. Rykkjast þá augun ósjálfrátt taktfast til þeirrar hliðar sem horft er til og nefnist slík truflun augntin (e. nystagmus). Við það upplifir fólk að myndin sem það sér hoppi upp og niður eða til hliðar. Augntini fylgir oft svimatilfinning.

Sé tvísýni í tengslum við MS-kast hverfur tvísýnin að fullu eða mestu leyti þegar kastið gengur yfir.

 

Meðferð og góð ráð:

  • Hafa strax samband við lækni – heilsugæslu, augnlækni, taugalækni.
  • Sterameðferð getur flýtt umtalsvert fyrir bata og er oft beitt, sérstaklega þegar sjóntruflun er meira en væg eða verkur til staðar.
  • Nota augnlepp yfir annað augað. Það tekur út aðra myndina.
  • Setja Fresnel prism á gleraugu til að stilla af hvernig ljós kemur í augað.
  • Dempa ljós.
  • Nota sólgleraugu.
  • Alls ekki aka bifreið á meðan þetta ástand varir.

 

Talaðu um einkenni þín við aðra einstaklinga með MS. Þú ert ekki ein/n um að sjá tvöfalt. Það er ótrúlegt hvað margir luma á góðum ráðum.

 

Góð ráð frá MS-fólki:

  •  

 

Lumir þú á góðum ráðum um hvernig takast megi á við tvísýni, endilega deildu þeim með öðrum með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.

Góðu ráðin verða birt og varðveitt hér – aðgengileg og öllum til góðs. 

 

 

Fróðleiksmolar: