Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Boðið er upp á viðtöl við einstaklinga úr viðtalshópi fræðslunefndar félagsins sem hafa áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á MS-sjúkdómnum. Sjá hér.
MS-félagið býður upp á ókeypis ráðgjöf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafinn býður upp einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl, og veitir m.a. upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði. Sjá nánar hér.
MS-félagið býður einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Sjá nánar hér.
Í boði eru námskeið sérstaklega ætluð nýgreindum en einnig eru sett upp námskeið fyrir aðstandendur. Sjá nánar hér.
Jafningi er sá sem ljáir eyra og veitir stuðning og ráð þeim sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og jafningi hefur sjálfur verið í. Jafningjar geta ýmist verið MS greindir eða aðstandendur. Sjá nánar hér.
MS-félagið sér um útgáfu fræðslubæklings fyrir nýgreinda sem hægt er að nálgast á rafrænu formi hér. Fyrir þá sem vilja ítarlegri upplýsingar má benda á aðra bæklinga félagsins hér.
Miklar og misgóðar upplýsingar er að finna á veraldarvefnum og er nauðsynlegt að kunna að skilja á milli þess hvað er nýtt eða gamalt og jafnvel úrelt, og hvað er áreiðanlegt og gagnlegt og hvað ekki. Vefsíða MS-félagsins inniheldur aðeins upplýsingar og efni frá traustum aðilum og tenglasafn, sem finna má á vefsíðunni, vísar á vefsíður sem birta aðeins traustar upplýsingar um sjúkdóminn og annað sem tengist honum. Sjá tenglasafn hér.