Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Talerfiðleikar eru helst þvoglumælgi eða óskýrt tal og að raddstyrkur og radd- eða taltaktur truflast.
Málstol er hins vegar sjaldgæft einkenni MS en það er þegar einstaklingur á erfitt með að finna orð eða skilja aðra. Viðkomandi getur átt í erfiðleikum með að skilja talað mál eða fylgjast með flóknum samræðum, lesa, tala og skrifa. Hann tjáir sig á annan hátt en áður, en hugræn færni hans er óbreytt, að öðru óbreyttu.
Talerfiðleikar aukast ef einstaklingur er undir álagi, finnur fyrir MS-þreytu eða máttleysi og hjá þeim sem eru með lengra genginn sjúkdóm. Einnig geta einkenni versnað þegar einstaklingur er í MS-kasti.
Þjálfun andlitsvöðva og öndunar vill oft gleymast en er ekki síður mikilvæg en þjálfun annarra vöðva.
Talaðu um einkenni þín við aðra einstaklinga með MS. Þú ert ekki ein/n um að finna fyrir talerfiðleikum. Það er ótrúlegt hvað margir luma á góðum ráðum.
Lumir þú á góðum ráðum um hvernig takast megi á við talerfiðleika, endilega deildu þeim með öðrum með því að senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is.
Góðu ráðin verða birt og varðveitt hér – aðgengileg og öllum til góðs.