Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sumir finna lítið og sjaldan fyrir einkennum á meðan aðrir upplifa mörg og erfið einkenni og það jafnvel oft eða stöðugt. Fáir geta algjörlega samsvarað sig öðrum, þó sum einkenni geti verið eins eða svipuð. Enginn fær öll einkenni sjúkdómsins og hægt er að meðhöndla mörg MS-einkenni með góðum árangri.
Einstaklingar með MS geta upplifað einkenni sem líkjast MS-einkennum en sem eiga sér allt aðra orsök en í sjúkdómnum.
Líkamleg einkenni geta verið;
Hugrænar breytingar geta verið;
Sýnileg einkenni geta verið;
Ósýnileg einkenni geta verið;
Þar sem þessi ósýnilegu einkenni eru raunveruleg og hamlandi í daglegu lífi getur það reynst hinum MS-greinda erfitt að mæta fordómum og skilningsleysi, sérstaklega frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum.
Lamandi þreyta er til dæmis algengt einkenni og stundum ruglað saman við leti áður en sjúkdómurinn er greindur. Geta ásakanir um leti reynst þungbærar þegar einstaklingurinn er þjakaður af MS-þreytu og ófær um verk. MS-þreyta er ekki venjuleg þreyta sem eðlilegt er að fólk finni fyrir eftir áreynslu eða erfiðan dag heldur er um íþyngjandi þreytu að ræða sem gerir einstaklingi erfitt fyrir í daglegum athöfnum. Þreytan hverfur yfirleitt ekki eftir stutta hvíld og er ekki auðveldlega hrist af sér. Þess má geta að MS-þreyta er ein helsta ástæða þess að MS-greindir hverfa snemma af vinnumarkaðnum.
Þá geta hugrænar breytingar valdið erfiðleikum með einbeitingu og athygli, nám og minni, skipulagningu og lausn vandamála, málskilning og málnotkun, sjónminni, sjónskynjun og fjarlægðarskyn, og valdið margháttar vandamálum í samskiptum.
Einnig getur þunglyndi, brengluð sjúkdómsskynjun, hömlulaust háttalag eða minna frumkvæði valdið vandkvæðum, sem og tilfinningasveiflur eða tilfinningadoði.
Nefna má, að meira er um þunglyndi hjá einstaklingum með MS borið saman við einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geta valdið þunglyndi.