Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Jafnvel væg hugræn einkenni geta valdið óvissu og kvíða en hægt er að meðhöndla þau og/eða læra að lifa með þeim.
Ef þú ert með MS og upplifir ítrekað minniserfiðleika, t.d. að þú gleymir nöfnum og staðarheitum, týnir hlutum eða átt í erfiðleikum með að muna almenn orð, þá er góð hugmynd að ræða um það við lækni. Einkennin gætu verið eðlileg merki um að þú sért að eldast og þurfa því ekki að vera MS-einkenni.
Ef þú sem aðstandandi einstaklings með MS verður var við hugræn einkenni hjá honum ættir þú að tala opinskátt um það við hann. Það er oft léttir fyrir einstaklinginn ef einhver ræðir við hann um einkennin og getur hjálpað til við að sjá og greina þau.
Mikilvægt er að muna að það að lifa með svo langvarandi og óútreiknanlegum sjúkdómi sem MS, getur í sjálfu sér valdið tímabundnum hugrænum erfiðleikum vegna þess andlega álags sem oft fylgir slíkum sjúkdómi. Ef einstaklingur með MS er niðurdreginn, mjög stressaður eða hefur fengið erfitt MS-kast getur verið betra að bíða með taugasálfræðilega skoðun þar til þau einkenni hafa verið meðhöndluð með hjálp sérfræðings, s.s. læknis eða sálfræðings.
Mynd tekin af MultipleSclerosis.net