Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Með hugrænni færni er átt við það ferli í heilanum sem gerir það að verkum að við getum rökrætt, hugsað og leyst vandamál. Það er færni eins og:
Einbeiting og athygli
Nám og minni
Skipulagning og lausn vandamála
Málskilningur og málnotkun
Sjónminni, sjónskynjun og fjarlægðarskyn
Þessi færni er breytileg frá manni til manns og öll höfum við styrkleika og veikleika á mismunandi sviðum. Hugræn færni er talin eðlileg ef hún gerir okkur kleift að takast á við viðfangsefni daglegs lífs.
Margir þættir geta haft áhrif á heilastarfsemi, eins og streita, þreyta, þunglyndi, verkir, mikil áfengisneysla, slæmt mataræði, ýmsir sjúkdómar og lyfjanotkun. Þessir þættir hafa einnig áhrif á hugræna færni eins og einbeitingu, nám og minni.