Spjallhópar á landsvísu

Víða um land er að finna spjallhópa fólks með MS-sjúkdóminn.

Miklar vegalengdir og fámenni er helsti þröskuldurinn fyrir reglulegum og fjölmennum fundum en þrátt fyrir það leggja sumir á sig allt að 50 km ferðalag til mánaðarlegra funda, sem segir meira en mörg orð um mikilvægi slíkra spjallhópa. 

Hægt er að sækja um styrk til MS-félagsins til að koma á fót og/eða efla spjallhópa utan höfuðborgarsvæðisins. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um reglulega fundi sé að ræða sem auglýsa má á heimasíðu félagsins. Umsóknir um styrki sendist á msfelag@msfelag.is. Í umsókninni skal tilgreina hvernig styrknum verður varið og upplýsingar um staðsetningu hóps, fundarstað, fundartíma og tengilið (nafn, símanúmer og/eða netfang).

 

Landsbyggðarhópar

 

Höfuðborgarsvæðið:

Nánari upplýsingar á skrifstofu.

 

Akranes og Vesturland:

Hópstarf hefur legið niðri um tíma, hefur þú áhuga á að koma á fót hópastarfi eða vera tengiliður fyrir þennan landshluta? Hafðu samband við skrifstofu MS-félagsins.  

 

Ísafjörður

Á Ísafirði er starfandi hópur sem hittist ekki reglulega en áhugasamir geta haft samband við Ingibjörgu Snorradóttur, s. 867-7942 eða Rannveigu Björnsdóttur, s: 456-5326.  

 

Skagafjörður og Norðurland vestra:

Hópstarf hefur legið niðri um tíma en áhugasamir hafi samband er Auðbjörgu Ósk Guðjónsdóttur, netfang: abbaosk@gmail.com, s: 847-5608. 

 

Eyjafjörður

Fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 18 hittast norðanmenn á veitingastaðnum Greifanum. Þangað koma MS-einstaklingar á öllum aldri. 

Ef MS-sjúklingur eða aðstandandi þarf að ná í okkur er annað hvort að mæta til fundar eða hafa samband við Dagbjörtu Önnu Gunnarsdóttur, s: 868-9394 eða Vilborgu Sigurðardóttur s: 894-9391.

MS-fólk á Eyjafjarðarsvæðinu á þess kost að fá æfingahjól heim til sín til afnota endurgjaldslaust. Hjólin eru mjög góð til að byggja upp kraft og þrek í fótum.

Facebook hópur fyrir MS-fólk og maka á Eyjafjarðasvæðinu. 

 

Austurland:

Áhugi er fyrir því að koma á reglulegu hópastarfi á Austurlandi og hvetjum við sem flest til að biðja um aðgang að facebook hópnum MS Austurland þar sem hægt er að fylgjast með. Áhugasamir hafi samband við Bergljótu Kemp Georgsdóttur, s. 895-1334 begga.geo@gmail.com.

Facebook hópur fyrir MS-greinda á Austurlandi

 

Suðurland:

Áhugi er fyrir því að koma á reglulegu hópastarfi á Suðurlandi og hvetjum við sem flest til að biðja um aðgang að facebook hópnum MS-greindir á Suðurlandi þar sem hægt er að fylgjast með. Áhugasamir hafi samband við Sólveigu Ósk Hallgrímsdóttur, s. 896-2466 eða Unni Hlín Jónsdóttur, s. 663 3976 unnurhjons@outlook.com.

Facebook hópur fyrir MS-greinda á Suðurlandi

Vestmannaeyjar:

Í Vestmannaeyjum hittist Eldfjallahópurinn að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði á Tanganum kl. 17.00. Hópurinn er fyrir bæði MS og Parkinson fólk. Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Kristmannsdóttur, s: 481-2434 / s. 896-3427. 

Facebook hópur fyrir MS og Parka í Eyjum

Suðurnes

Spjallhópurinn SMS er til staðar á Suðurnesjunum og hittist hópurinn fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 19:30 í Björginni, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, Suðurgötu 12, Keflavík.

Víðir S. Jónsson, netfang: vsjons69@outlook.com, s. 860-5233, er í forsvari fyrir hópinn.

Facebook hópur fyrir Suðurnesjafólk með MS