Stjórnlaus hlátur og/eða grátur þýðir að einstaklingurinn getur, óháð því skapi eða ástandi sem hann er í, skyndilega sprungið úr hlátri eða farið að hágráta án þess að vilja það og án þess að geta hætt. Það gerist vegna þess að sú starfsemi heilans sem á að draga úr tilfinningasveiflum er skert. Þegar viðbrögð einstaklings þykja óviðeigandi verður það oft vandræðalegt fyrir hann sem og fólkið sem hann umgengst.
Góð ráð:
Mikilvægt er að vita að stjórnlaus grátur og/eða hlátur getur verið MS-einkenni. Það skapar skilning á annars óskiljanlegri hegðun og getur mögulega komið í veg fyrir misskilning.
Nauðsynlegt að upplýsa þá sem umgangast einstaklinginn, sérstaklega börn, að um MS-einkenni sé að ræða en ekki viðbrögð við einhverju sem þau hafa sagt eða gert.
Þegar einstaklingur finnur að ósjálfráður grátur eða hlátur er í uppsiglingu getur það hjálpað að hann reyni að afvegaleiða sjálfan sig vísvitandi með því að hugsa um eða takast á við eitthvað allt annað t.d. með því að horfa á úrið sitt, hreyfa tærnar eða lyfta augabrúnum og galopna augun.
Þegar aðstandandi verður var við að einstaklingur fer að gráta eða hlæja að ástæðulausu er best að sussa ekki á viðkomandi þar sem það eykur aðeins á hláturinn eða grátinn. Stundum er best að láta sem ekkert sé á meðan kastið gengur yfir.