Fólk með MS getur átt í erfiðleikum með að finna viðeigandi orð þegar á þarf að halda. Þetta getur valdið fólki erfiðleikum í samræðum eða við þátttöku í umræðum þegar lengri tíma tekur að láta í ljós skoðun sína, leita eftir rétta orðinu eða umorða setninguna – og á meðan eru aðrir komnir langt á undan í samræðunum. Þetta getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd viðkomandi og samskipti hans við annað fólk.
Góð ráð: Erfiðleikar með orðaleit
Segðu fjölskyldu þinni og vinum frá erfiðleikum þínum við að finna (réttu) orðin þegar þú talar. Segðu þeim hvernig þú vilt að þau bregðist við, þ.e. hvort þú viljir að þau hjálpi þér við að finna réttu orðin eða ekki.
Reyndu að taka virkan þátt í umræðum.
Til eru margir góðir leikir og æfingar sem er góð þjálfun fyrir minnið.