Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Það er eðlilegt að vera fær um að skipuleggja og framkvæma ýmsar athafnir, svo sem að klæða sig, laga til heima hjá sér, kaupa inn eða sækja félagslega viðburði.
Að byrja á verkefni eða athöfn er hins vegar ekki það sama og að halda áfram með eitthvað sem maður er byrjaður á. Þessum tveimur aðgerðum er stjórnað frá mismunandi stöðum í heilanum og því ekki beintengdar. Einstaklingur getur verið vel fær um að halda áfram með eitthvað sem honum er komið af stað með þó honum sé ómögulegt að byrja á einhverju nýju.
Þetta getur verið mjög ergilegt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi ef þeir skilja ekki vandamálið. Þeir telja jafnvel að einstaklingurinn sé latur, geri of miklar kröfur eða geri alltaf ráð fyrir að aðrir geri það sem þarf að gera.
Magnús lét af störfum vegna MS-sjúkdómsins. Hann var sáttur við aðstæður sínar og ánægður með að geta unnið húsverkin. Kona hans var líka ánægð en var hins vegar pirruð yfir því að þurfa alltaf að koma honum í gang með verkefnin og taka þannig frumkvæðið. Magnús gat ekki sjálfur áttað sig á því að það þurfti að slökkva á eldavélinni eða að hann ætti sjálfur að byrja að undirbúa hádegisverð. Hann var einnig hættur að hringja í vini sína og skipuleggja tíma sinn. Eiginkonunni fannst sem hún þyrfti að hugsa fyrir þau bæði og að hún hefði misst mikilvægan hluta af manni sínum. Hjónin töluðu við sálfræðing og fengu aðstoð við að finna ný hlutverk í samskiptum sínum hvort við annað. Konan skildi að háttalag eiginmannsins hafði ekkert með leti, þreytu eða hana sjálfa að gera, heldur væri um MS-einkenni að ræða. Það gerði henni auðveldara með að sætta sig við aðstæður.