Að leysa verkefni (áætlanagerð, framkvæmd og mat verkefna)

Fyrir MS-greindan einstakling getur verið erfitt að skipuleggja og leysa verkefni og þrautir.Hann veit að hann þarf að leysa eitthvað ákveðið verkefni en veit ekki hvernig best er að byrja eða í hvaða röð best sé að hafa hlutina. Þá verður því miður oft þægilegast að sleppa því að vinna verkefnið. Erfiðleikar við að undirbúa, skipuleggja og hafa yfirsýn geta ruglað einstaklinginn og valdið honum streitu sem getur haft neikvæð áhrif á minni og lærdóm.

 

Góð ráð: Erfiðleikar með úrvinnsluhraða

  • Gefðu þér meiri tíma til að læra og muna nýja hluti.
  • Upplýstu aðra um að þú gerir hlutina aðeins hægar en áður en að þú vitir að þú getir lokið við verkið.
  • Reyndu að skipuleggja eins mikið og hægt er til að forðast aðstæður þar sem þú þarft að taka snöggar ákvarðanir.