Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Ofurkæti eða tilefnislaus bjartsýni er andlegt ástand þar sem bjartsýni og gleði er í hróplegu ósamræmi við raunverulegt ástand. Einstaklingur með MS getur verið mjög óraunsær á hvað hann raunverulega getur. Hann skortir eða hefur brenglaða skynjun á eigin veikindum og stríðir við hugræn einkenni, eins og minniserfiðleika og skort á einbeitingu og yfirsýn.
Sumir einstaklingar telja tilefnislausa bjartsýni vera „þægilegt einkenni“ sem komi í veg fyrir að þeir séu eða verði sorgmæddir og leiðir. Hins vegar upplifir nánasta fjölskylda og fagfólk oft alvarleg vandamál í tengslum við ofurkæti, sérstaklega þegar viðkomandi ofmetur getu sína í aðstæðum þar sem aðrir eru háðir honum.
Lísa talaði um líf sitt á hressilegum nótum og sagðist ekki eiga við nein vandamál að stríða. Hún byggi ein með 6 ára syni sínum sem aðstoðaði hana á ýmsan hátt. Hann hjálpaði til við innkaup og eldamennsku á meðan hún annaðist önnur heimilisstörf. Lísa gat ekki farið úr hjólastólnum án aðstoðar og því var það áhyggjuefni þegar hún sagðist ekki þurfa hjálp frá öðrum þar sem hún og sonurinn gætu séð um sig sjálf. Lísa kom ekki auga á að sonur hennar bar of mikla ábyrgð og því var Lísu og syni hennar vísað til barnasálfræðings.