Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Einstaklingum með MS bjóðast námskeið sem miða að því að efla styrk og færni, og auka andlega vellíðan.
Hjá Styrk, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, miða æfingar að því að efla styrk, hreyfifærni, jafnvægi og andlega vellíðan. Þjálfunin fer fram í hópum sem miða við getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð. Áhersla er lögð á að hafa tímana fjölbreytta og skemmtilega.
Mjög góð aðstaða er hjá Styrk, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins.
Áhugasamir geta sent fyrirspurn á belinda@styrkurehf.is eða hringt í síma 587 7750.