Hvað er í boði?

Einstaklingum með MS bjóðast námskeið sem miða að því að efla styrk og færni, og auka andlega vellíðan. 

 

Styrktarþjálfun á höfuðborgarsvæðinu

Hjá Styrk, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, miða æfingar að því að efla styrk, hreyfifærni, jafnvægi og andlega vellíðan. Þjálfunin fer fram í hópum sem miða við getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð. Áhersla er lögð á að hafa tímana fjölbreytta og skemmtilega.

Mjög góð aðstaða er hjá Styrk, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins.

Áhugasamir geta sent fyrirspurn á belinda@styrkurehf.is eða hringt í síma 587 7750.