Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS félagið býður félögum með MS og nánum aðstandendum þeirra upp á ráðgjöf og stuðning hjá Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa. Viðtölin geta farið fram í viðtalsherbergi MS-félagsins, í síma eða í fjarfundarbúnaði. Gott er að taka fram þegar viðtal er bókað ef óskað er eftir símaviðtali eða fjarfundi.
Helena útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands vorið 2004 og lauk MSW í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 2010.
Hún hefur frá árinu 2004 starfað við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Síðustu 13 ár starfaði hún hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar, þar af sem deildarstjóri barnaverndar sl. 5 ár.
Helena útskrifaðist sem PMTO meðferðaraðili haustið 2015 og hefur sinnt foreldraráðgjöf, námskeiðum og handleiðslu á því sviði undanfarin ár meðfram vinnu.
Tölvupóstfang Helenu er helena@msfelag.is