Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Athugið að unnið er að endurskipulagningu á fræðsluframboði.
Í stað námskeiðs fyrir nýgreinda hefur verið ákveðið að bjóða upp á stuðningshóp fyrir nýgreinda sem hittist að jafnaði einu sinni í mánuði í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.
Stuðningshópurinn er opinn fyrir fólk með nýlega MS greiningu (miðað er við 0-3 ár) sem kemur saman og ræðir m.a. um viðbrögð við greiningu, áhrif á daglegt líf, helstu áskoranir og bjargráð.
Hópurinn er undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa.
„Þegar maður greinist með sjúkdóm eins og MS er svo gott að hitta fólk í sömu aðstæðum og ræða málin.“
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega, bara mæta á staðinn.
Fylgist með dagsetningum í "Á döfinni" á heimasíðu og á facebook síðu félagsins.
Í stað námskeiðs fyrir aðstandendur hefur verið ákveðið að bjóða upp á stuðningshóp fyrir aðstandendur sem hittist að jafnaði einu sinni í mánuði í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.
Stuðningshópurinn er opinn fyrir aðstandendur MS fólks, maka, foreldra, uppkomin börn eða systkini. Rætt er um MS sjúkdóminn, viðbrögð við greiningu, áhrif á fjölskyldumeðlimi, daglegt líf fjölskyldu o.fl..
Hópurinn er undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa.
„Virkilega gott að hitta fólk sem skilur mann og þekkir það sem maður talar um.“
Fylgist með dagsetningum í "Á döfinni" á heimasíðu og á facebook síðu félagsins.
MS-félagið hefur boðið upp á ýmis námskeið fyrir MS-greinda, maka, börn og foreldra þeirra.
Námskeiðsframboðið er í endurskoðun eins og er og ekki opið fyrir skráningar.
Námskeið verða auglýst á miðlum félagsins og þessi síða uppfærð eftir því sem tilefni er til.
Síða uppfærð 12. nóv. '24