9. febrúar kl. 12:15-13:00
Viðburðir
Léttar þrek-, styrktar- og liðkunaræfingar á fimmtudögum. Æfingarnar henta breiðum hópi þátttakenda, auðvelt er að aðlaga þær eigin hraða, ákefð og getu og þær flestar má gera annað hvort sitjandi í stól eða standandi.
Allir tímar byrja á öndunaræfingum þar sem unnið er með taugakerfið og ljúka með slökun í sitjandi stöðu.
Hver tími er 40-45 mínútur.
Athugið að tímarnir eru eingöngu fyrir félagsmenn í Facebook hópnum
MS-þrek og jóga á netinu.
Leiðbeinandi er Þuríður Árdís Þorkelsdóttir einkaþjálfari hjá Flott Þrek.