5. október kl. 11:15-12:00
Viðburðir
Léttar þrek-, styrktar- og liðkunaræfingar fyrir félagsmenn í MS-félagi Íslands á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11:15. Hver tími er 40-45 mínútur.
Æfingarnar henta breiðum hópi þátttakenda, auðvelt er að aðlaga þær eigin hraða, ákefð og getu og þær flestar má gera annað hvort sitjandi í stól eða standandi.
Þriðji hver tími er jógatími sem mun samanstanda af mjúku jóga þar sem bæði verða gerðar æfingar og teygjur sem liðka og styrkja líkamann, annaðhvort í sitjandi stöðu eða standandi þar sem stóll er til stuðnings.
Þá munu allir tímar byrja á öndunaræfingum þar sem unnið er með taugakerfið og ljúka með slökun í sitjandi stöðu.
Leiðbeinendur eru Þuríður Árdís Þorkelsdóttir einkaþjálfari hjá Flott Þrek og Guðný Petrína Þórðardóttir jógakennari.
Hlekkur á hópinn á facebook