Opinn stuðningshópur fyrir aðstandendur MS fólks, maka, foreldra, uppkomin börn eða systkini. Rætt er um MS sjúkdóminn, viðbrögð við greiningu, áhrif á fjölskyldumeðlimi, daglegt líf fjölskyldu o.fl.
 
Hópurinn er undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa í húsnæði MS-félagsins að Sléttuvegi 5.
 
„Virkilega gott að hitta fólk sem skilur mann og þekkir það sem maður talar um.“