Stuðningsviðtölin standa félögum sem eru með MS og nánum aðstandendum þeirra til boða og eru endurgjaldslaus.

Viðtölin fara fram í notalegu viðtalsherbergi í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtali í gegnum öruggt kerfi, Kara Connect, sem er viðurkennt af bæði Landlækni og Persónuvernd. Þjónustan er því í boði fyrir félaga okkar alls staðar á landinu.

Heilbrigðisráðuneytið styrkir sálfræðiráðgjöf félagsins árið 2024. Merki Heilbrigðisráðuneytisins

 

Berglind Jóna Jensdóttir sálfræðingur

 

Berglind Jóna Jensdóttir sálfræðingurBerglind er með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Berglind þekkirMS-sjúkdóminn vel, þar sem móðir hennar glímdi við síversnandi MS og Berglind greindist síðan sjálf með sjúkdóminn fyrir nokkrum árum.

Lokaverkefni Berglindar í klínískri sálfræði fjallar um starfræn taugaeinkenni og var unnið í samstarfi við starfsmenn á taugasviði Reykjalundar. Hún var jafnframt í starfsnámi á geðsviði og taugasviði Reykjalundar.

Berglind hefur brennandi áhuga á að styðja MS-fólk og aðstandendur þeirra við að takast á við þær áskoranir sem MS-sjúkdómurinn felur í sér. Hún flutti erindi á 50 ára afmælisráðstefnu MS-félagsins haustið 2018 þar sem hún fjallaði um áhrif MS á lífsgæði og andlega líðan.

Berglind hefur starfað hjá Reykjavíkurborg og þjónustað bæði fullorðna og börn. Hún starfar nú hjá Umhyggju, félagi langveikra barna, ásamt því að vinna fyrir MS-félagið.

 

 

Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz sálfræðingur

 

Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz sálfræðingur

Sigrún lauk Cand. psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og doktorsprófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021.

Sigrún hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð sálræns vanda bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur meðal annars unnið innan réttarvörslukerfisins á Íslandi, verið deildarsálfræðingur fyrir tvær innlagnardeildar á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, unnið á göngudeild fyrir fólk með margvíslegan geðrænan vanda, séð um sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema og veitt sálfræðinemum í þjálfun handleiðslu.

Á undanförnum árum hefur Sigrún lagt stund á rannsóknir í sálfræði og komið að kennslu við Háskólann í Reykjavík.

 

 

 

 

Elín Broddadóttir sálfræðingur (mun leysa Sigrúnu Ólafsdóttur Flóvenz af frá miðjum nóvember 2024 og fram á vor 2025)

 

Elín útskrifaðist með BS í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016, MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2024 ogElín Broddadóttir hlaut í kjölfarið starfsréttindi sem klínískur sálfræðingur. Elín leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM) og sinnir tilfinningalegum vanda á borð við kvíða, þunglyndi, þrálát líkamleg einkenni, lágt sjálfsmat og áföll. Í námi sínu öðlaðist hún fjölbreytta reynslu á greiningar- og meðferðarvinnu bæði með ungmennum og fullorðnum. Hún var í starfsnámi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Geðheilsumiðstöð barna og geðrofs- og samfélagsgeðteymi Landspítala.

Meistaraverkefni hennar fól í sér að árangursmeta hugræna atferlismeðferð í hóp við þrálátum líkamlegum einkennum og starfar hún enn við rannsóknir samhliða starfi sínu hjá Samskiptastöðinni. Undanfarin ár hefur Elín starfað við rannsóknir en hún hefur einnig lokið meistaranámi á félagsvísindasviði með áherslu á lýðheilsu og hnattræna heilsu.

 

Hægt er að bóka tíma:

 

Mikilvægt er að tilkynna um forföll eigi síðar en kl. 12 daginn fyrir viðtal með því að:


Ef afbókun berst ekki í tæka tíð áskilur MS-félagið sér rétt til að innheimta forfallagjald.

 

 

Þeim sem bóka tíma hjá sálfræðingi er bent á Lög um réttindi sjúklinga nr. 74 frá 1997.