MS félagið býður félögum með MS og nánum aðstandendum þeirra upp á ráðgjöf og stuðning hjá Helenu Unnarsdóttur félagsráðgjafa. Viðtölin geta farið fram í viðtalsherbergi MS-félagsins, í síma eða í fjarfundarbúnaði. Gott er að taka fram þegar viðtal er bókað ef óskað er eftir símaviðtali eða fjarfundi.

Smelltu hér til að bóka viðtal - Bóka viðtal

 

Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins

  • Stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldur
  • Ráðgjöf um félagslega þjónustu og réttindi í veikindum
  • Aðstoð við gerð umsókna, bréfaskriftir og samskipti við stofnanir
  • Námskeið fyrir MS greinda og fjölskyldur þeirra

 

Lógó ReykjavíkurborgarÞjónusta félagsráðgjafans er kostuð af Reykjavíkurborg og er félögum því að kostnaðarlausu.

 

Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi

Mynd af Helenu félagsráðgjafa

Helena útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands vorið 2004 og lauk MSW í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 2010.

Hún hefur frá árinu 2004 starfað við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Síðustu 13 ár starfaði hún hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar, þar af sem deildarstjóri barnaverndar sl. 5 ár.

Helena útskrifaðist sem PMTO meðferðaraðili haustið 2015 og hefur sinnt foreldraráðgjöf, námskeiðum og handleiðslu á því sviði undanfarin ár meðfram vinnu.

Tölvupóstfang Helenu er helena@msfelag.is

 

Tímapantanir

Í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 er góð aðstaða í notalegu viðtalsherbergi.

 

Viðtölin eru í boði á fimmtudögum. Hægt er að panta tíma:

 

Mikilvægt er að tilkynna um forföll eigi síðar en kl. 12 daginn fyrir viðtal með því að: