Hjólakappar safna fyrir MS sjúklinga
Hjólakappar safna fyrir MS sjúklinga

Vegna 40 ára afmælis MS-félagsins hefur verið ákveðið að efna til sérstaks fjáröflunarátaks MS félags Íslands, þar sem í boði eru nýtt baráttuarmband,sem gengur undir heitinu “HEIMUR ÁN MS” og nýr fyrsta flokks tvöfaldur spilastokkur með nafni MS félagsins.

Tilgangurinn með sölunni er annars vegar að safna fjármunum til rekstrar og baráttu félagsins fyrir bættri stöðu MS sjúklinga og hins vegar að vekja fólk til vitundar um mikilvægt starf MS félagsins. Með söfnunarátakinu vill MS félagið koma á framfæri með táknrænum hætti mikilvægi þess að á Íslandi sé rekið öflugt hagsmunafélag einstaklinga, sem haldnir eru “multiple sclerosis”, ólæknandi sjúkdómi .

 Hagur, lagaleg staða, óskertur og vandræðalaus aðgangur MS sjúklinga að beztu hugsanlegu lyfjameðferð og endurhæfingu verður ekki betur tryggður en með því að efla samtakamátt MS sjúklinganna sjálfra og baráttukraft þeirra og jafnframt að virkja velvilja og skilning almennings á Íslandi um þá ógnvekjandi staðreynd, að í íslenzku samfélagi séu hundruð landsmanna, sem búa við verulega skert lífsgæði,fötlun og bág kjör vegna sjúkdóms, sem á 21. öldinni hefur enn ekki tekist að finna lækningu við.
Þeir Íslendingar, sem lenda í þeirri ógæfu að greinast með þennan ólæknandi sjúkdóm mega ekki verða undirmálsmanneskjur eða eins konar afgangsstærð í íslenzku samfélagi.
Það er eitt af verkefnum MS félagsins að tryggja, að svo verði ekki. MS félagið hefur t.d. háð baráttu fyrir því, að sjúklingar þurfi ekki að bíða eftir beztu tiltæku lyfjameðferð, sem völ er á og sem flestir sjúklingar. Því miður hefur raunin að undanförnu verið löng bið sjúklinga, illa skiljanlegur hægagangur og því jafnvel haldið fram, að mun fleiri sjúklingar eigi að fá nýjasta og öflugasta lyfið, jafnvel helmingi fleiri en áætlanir segja til um.
 
Ban-Ki moon, framkv.stj. SÞ, Hjálmar W. Hannesson, í forsæti og Sha Zukang aðstoðarframkvæmdastjóri efnahags og félagsmála. Á fundinum var fagnað áfanga vegna fullgildingar Réttindaskrár fatlaðra  sem er eitt af baráttumálum MS félaga og fleiri félaga fatlaðra. Baráttan er háð um allan heim – hjá MS félaginu og Sameinuðu þjóðunum.



 

 

 






Ban-Ki moon, framkv.stj. SÞ, Hjálmar W. Hannesson,
í forsæti og Sha Zukang aðstoðarframkvæmdastjóri
efnahags og félagsmála. Á fundinum var því fagnað að 20
ríki höfðu að fullu staðfest Réttindaskrá fatlaðra, 
eitt af baráttumálum MS félaga og samtaka og félaga fatlaðra.
víða um heim. Baráttan er háð um allan heim –
bæði hjá MS félaginu á Íslandi og Sameinuðu þjóðunum.


MS félagið þarf að standa vaktina, veita aðhald og afla sér sjálfstætt upplýsinga og þekkingar á flóknu fræðasviði til þess að geta unnið að baráttumálum sínum með faglega þekkingu að vopni í samræðum við þá sérfræðinga, sem einoka nýjustu lyfjameðferðina, svo dæmi sé tekið.

Þess vegna leitar MS félagið fjárstuðnings hjá almenningi og fyrirtækjum þessa lands.Þörfin hefur sjaldan verið brýnni. 

Spilaaskja MS félagsins - aðeins á kr.2.500
Forsíða MS blaðsins MeginStoðarÁ næstu dögum hefst opinber sala á spilaöskjunum. Um er að ræða tvöfaldan
spilastokk í hentugri plastöskju með sitt hvorum litnum, skreytt fallegum skýjaljósmyndum og merkt MS-Félaginu. Nýju spilaöskjurnar voru sérstaklega framleiddar í tilefni af afmæli MS-félagsins, en það var stofnað þann 20. september árið 1968 og fagnar því nú 40 ára afmæli sínu.
Þá verða einnig til sölu í fjáröflunarátakinu ný, svokölluð “baráttu”-armbönd, með alþjóðlegum bláum lit, en armbönd af þessu tagi eru í ýmsum litum eftir því fyrir hvaða baráttumálefni þau standa fyrir. Á armbandinu eru táknin í merki MS félags Íslands, lykill og skráargat, og nafn félagsins ritað með rúnaletri. Ósk Laufey Óttarsdóttir hafði umsjón með hönnun og framleiðslu nýja armbandsins og naut hún aðstoðar Jóns Valfells (rúnaletur) og Margrétar K. Magnúsdóttur, skóhönnuðar.

Útgáfa spilaöskjunnar og armbandsins er liður í fjáröflun MS-Félagsins, sem er stuðnings- og hagsmunafélag MS sjúklinga á Íslandi, og aðstandenda þeirra. Félagið heldur úti öflugri starfsemi í þágu þeirra Íslendinga, sem eru haldnir multiple sclerosis, sem enn er ólæknandi sjúkdómur. Þar má helst nefna fræðslufundi fyrir sjúklinga og aðstandendur, námskeiðahald, dagvist fyrir sjúklinga, endurhæfingu, jóga-æfingar o.s.frv. Þá gefur félagið út MeginStoð, tímarit MS-Félagsins auk þess sem félagið heldur úti MS-vefnum, upplýsinga- og þjónustuvef félagsins www.msfelag.is. Þjónustu- og stuðningsstarf félagsins kostar sitt, en MS félagið hefur hingað til notið mikils velvilja í samfélaginu, bæði hjá almenningi og fyrirtækjum.

MS er sjúkdómur í miðtaugakerfinu, sem getur valdið ýmsum einkennum, svo sem sjóntruflunum, dofa, verkjum, jafnvægisleysi, síþreytu og jafnvel lömun. Á hverju ári greinast 12-15 manns með sjúkdóminn og er það oftast fólk í blóma lífsins, milli tvítugs og þrítugs. Á Íslandi eru nú rúmlega 340 manns með sjúkdóminn

MS félagið við SléttuvegSpilin verða einkum seld í símasölu af fyrirtækinu Öflun, en bæði spilin og armböndin eru jafnframt til sölu á skrifstofu MS félagsins við Sléttuveg 5 í Reykjavík og kostar armbandið kr. 500 og spilin kr. 2.500.
Þá er frjáls framlög ávallt vel þegin. Nánari upplýsingar í síma félagsins, 568-8620 eða með tölvubréfi á Fræðslustarfið er mjög mikilvægt - hér sjáum við tvo brezka og tvo íslenzka sérfræðingamsfelag@msfelag.is.      

 

 


Fræðsla og upplýsingamiðlun á alþjóðlegum
ráðstefnumer ákaflega mikilvæg.Frá Lífsgæðastefnunni í Reykjavík
                            _______                        
                                                                     

Allur ágóði af sölunni mun renna til áframhaldandi uppbyggingar á þjónustustarfsemi félagsins og hagsmunagæzlu og er það von félagsins að almenningur taki vel á móti sölumönnum. -h