SÍMANÚMER HJÁ GÖNGUDEILD TAUGALÆKNINGA LSH

 

Símatími göngudeildar taugalækninga LSH er á opnunartíma deildarinnar frá kl. 8-16 alla virka daga.

Á símatíma er hægt að hringja í ritara göngudeildarinnar í síma 543 4010 eða í beint númer LSH, 543 1000. Ritarinn tekur á móti skilaboðum og ef boða þarf forföll eða óska eftir tímabreytingum.  Einnig er hægt að fá hjá ritaranum upplýsingar um símatíma lækna taugadeildar. Upplýsingar um símatíma annarra taugalækna má fá hjá læknastofu eða starfstöð viðkomandi.

Á sama tíma er hægt að hringja beint í MS-hjúkrunarfræðinginn Jónínu Hallsdóttur í síma 825 5149. Einnig er hægt að senda Jónínu skilaboð með tölvupósti á netfangiðjohalls@landspitali.is.

 

Eftir lokun göngudeildarinnar kl. 16 eða um helgar er fólki bent á að hafa samband við læknavaktina í síma 1770 eða við síðdegisvaktir heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eða í heimabyggð.

Sé um alvarleg veikindi að ræða er hægt að hringja í aðalnúmer LSH 543 1000 og biðja um taugalækningadeild í Fossvogi eða fara á bráðamóttöku LSH í Fossvogi eða á næstu sjúkrastofnun.

 

MS-kast er sjaldan bráðatilfelli nema um lömun eða sjóntruflanir sé að ræða.  Ef gömul (þekkt) einkenni koma fram, skal huga að hvort verið geti að um hugsanlega sýkingu, s.s. þvagfærasýkingu, kvef eða hita sé að ræða sem framkalli eða auki viðvarandi MS-einkenni.

  Upplýsingar um þjónustu og opnunartíma heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu má fá hér. Upplýsingar um þjónustu og opnunartíma Læknavaktarinnar má fá hér.

 

 

BB/október 2016