Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
„Off label“ þýðir að lyfið er ekki markaðssett til meðferðar á þeim sjúkdómi sem það er ávísað á, en talið er að meðferðarvirknin sé þess eðlis að kostir af notkun þess vegi upp mögulega áhættu.
Blitzima hefur sama virka efnið og MabThera, aðeins er um annan framleiðanda að ræða. Breytingin hefur því engin áhrif á sjúklinginn.
Blitzima er að jafnaði gefið þeim sem ekki þola Tysabri eða Gilenya eða MS-lyf virka ekki sem skyldi. Blitzima er innrennslislyf, gefið á sjúkrahúsi á sex mánaða fresti. Virka efni lyfsins, rituximab, er mótefni sem eyðileggur B-frumur í blóði, þ.e. hefur áhrif á hvítu blóðkornin. Lyfið hefur þannig áhrif á ónæmiskerfið og getur því aukið líkur á sýkingum. Lyfið þolist almennt vel og almennt má segja að það sé án alvarlegra aukaverkana en þó þarf að vera á varðbergi gagnvart PML og sýkingum.