Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Vert er að vekja athygli á að með nýjum lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021 en þá féll niður S-merking lyfja. Lyf sem merkt voru S-lyf eru nú ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.
Fram til síðustu áramóta voru S-merkt lyf sjúklingum að kostnaðarlausu, en frá 1. janúar hafa þau lyf sem urðu almenn lyf ýmist fengið almenna greiðsluþátttöku (G-merkt) eða vera án greiðsluþátttöku (0-merkt).
Þau MS-lyf sem hafa verið skilgreind sem almenn lyf með greiðsluþátttöku eru:
Frekari upplýsingar um greiðsluþrep má finna hér
Leyfisskyld lyf verða áfram sjúklingum að kostnaðarlausu og lyf sem hafa verið leyfisskyld verða það áfram.
Skilgreining á leyfisskyldum lyfjum: Lyf sem eingöngu er heimilt að nota að undangengnu samþykki lyfjanefndar Landspítala, eru jafnan kostnaðarsöm eða vandmeðfarin og krefjast sérfræðiþekkingar og aðkomu heilbrigðisstarfsfólks hvort heldur er vegna gjafar, eftirlits með sjúklingi eða eftirlits með notkun lyfsins.
Frétt Sjúkratrygginga Íslands vegna þessara breytinga
Frétt lyfjagreiðslunefndar um af S-merkingu lyfja
BÓ