Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fundurinn átti sér aðdraganda en Björg Ásta Þórðardóttir, formaður, og Víðir Jónsson, tengiliður SMS-hópsins, höfðu sent bréf til HSS þar sem óskað var eftir samtali og samstarfi við HSS um bætta þjónustu við fólk með MS á Suðurnesjum.
Fundurinn var liður í stefnumótunaráætlun félagsins, sem fram fór sl. vetur, þar sem ætlunin er meðal annars að:
Á fundinn með formanni og þremur félögum SMS, mættu fyrir hönd HSS framkvæmdarstjóri lækninga og framkvæmdarstjóri hjúkrunar.
Voru fundarmenn sammála um að fundurinnn hefði verið gagnlegur fyrir báða aðila, bæði til að greina það sem mætti gera betur og eins að leita lausna. Vonandi mun reynslan sýna bætta þjónustu við fólk með MS á Suðurnesjum.
Frá félaginu mættu Björg Ásta formaður og Berglind, Bergþóra og Sigurbjörg. Miklar umræður sköpuðust um það sem fram hafði komið á fundinum með HSS fyrr um daginn og var mikil ánægja með að hann skyldi haldinn. Ábyggilegt er að skilningur á aðstæðum beggja aðila hafi aukist.
Björg Ásta kynnti síðan það sem helst er að gerast í starfsemi félagsins og Bergþóra hélt erindi um það helsta sem er að gerast í rannsóknum á meðferðum við MS.
Góðmennt var á fundinum sem var hinn fjörugasti.
BB