Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Thor Chalmer, læknir og ph.d. hjá danska MS-skráningarkerfinu (Det Danske Scleroseregister) við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, fékk á dögunum fyrstu verðlaun DAREMUS vísindasamkundunnar (Dansk selskab for forskning i sclerose), sem veitt var vísindamönnum yngri en 40 ára.
Rannsókn Chalmers gekk út á að kanna hvort það skipti máli fyrir framgang sjúkdómsferils einstaklings að fá lyfjameðferð strax í byrjun sjúkdómsferilsins (innan 2ja ára frá fyrstu einkennum) eða síðar (2-8 ár frá fyrstu einkennum).
Rannsóknin var byggð á gögnum úr danska MS-skráningarkerfinu um tæplega 3.800 einstaklinga sem fengu meðhöndlun með Copaxone eða interferón-lyfjum á tímabilinu 1996-2011.
Gögnin voru flokkuð eftir því hvort einstaklingarnir höfðu fengið meðferð innan tveggja ára frá fyrstu einkennum (2.300 einstaklingar) eða frá tveimur til átta árum frá fyrstu einkennum (1.500 einstaklingar). Ekki var mikill munur á hópunum hvað MS-köst eða meðferð varðaði en meðferð var breytt hjá um þriðjungi einstaklinga í hvorum hópi á þeim tíma sem rannsóknin tók til, þ.e. þeir fóru á öflugri lyf.
Gögn einstaklinganna náðu yfir allt að 20 ára tímabil. Mælt var hversu mörg ár/mánuðir liðu þar til einstaklingur var varanlega metinn með 6 EDSS-örorkustig þ.e. að þurfa á gönguhjálpartækjum að halda til að ganga 100 m.
Niðurstaðan leiddi í ljós að þeir sem fá meðferð snemma í sjúkdómsferlinu eru í minni hættu á að fatlast varanlega (ná örorkustigi 6 eða hærra) en gerist það, á það sér lengri aðdraganda heldur en hjá þeim sem fyrst fá meðferð nokkrum árum eftir að fyrstu einkenna verður vart.
Thor Chamler segir margt geta valdið því að mörg ár geta liðið frá því að einstaklingur verður var við einkenni, sem (síðar) má flokka sem fyrstu einkenni MS, þar til greining og meðhöndlun er fengin:
- Fólk leitar ekki alltaf til læknis með einkenni sem ekki eru mjög afgerandi eða sem standa yfir í skamman tíma. Einkenni MS geta líka við fyrstu skoðun virkað almenns eðlis og því geta læknar átt það til að gefa „ranga“ greiningu, ekki áttað sig á að um MS sé að ræða, ákveðið að bíða og sjá til eða vísað einstaklingnum áfram til sérfræðings.
Að framansögðu er ljóst, að best er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna verður vart til að draga úr sjúkdómsvirkni. Því er þekking samfélagsins á sjúkdómseinkennum MS mikilvæg.
Heimild: Lausleg þýðing hér
MS-sjúkdómurinn er áskorun – fræðsla eykur skilning. Helstu staðreyndir um MS.