Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Lyfið hefur langtímaverkun. Í byrjun meðferðar eru teknar 1-2 töflur í 4-5 daga (fer eftir líkamsþyngd einstaklingsins) og svo aftur mánuði síðar. Meðferðin er endurtekin ári síðar (ár 2), þ.e. 1-2 töflur í 4-5 daga og sami skammtur aftur mánuði síðar. Engar töflur eru teknar á þriðja og fjórða ári.
Tveggja ára rannsóknin CLARITY sýndi fram á að virka efni Mavenclad, cladribine, fækkaði köstum um 67% hjá einstaklingum með mikla sjúkdómsvirkni og minnkaði líkur á aukinni fötlun um 82%, mælt á EDSS-fötlunarmælikvarðanum, yfir 6 mánaða tímabil, samanborið við lyfleysu.
Niðurstaða CLARITY EXTENSION-rannsóknarinnar var að ekki var þörf fyrir meðferð með Mavenclad á seinni hluta 4ra ára meðferðarlotunnar, á ári 3 og 4.
Helstu aukaverkanir geta verið:
Vera á varðbergi gagnvart PML-heilabólgu, sjá hér, þrátt fyrir að engin slík tilvik hafi komið upp í klínískum rannsóknum. Í klínískum rannsóknum komu hins vegar fram stök tilvik illkynja sjúkdóma (krabbameins).
HIV-sýking, virk langvinn sýking (berklar eða lifrarbólga), veiklað ónæmiskerfi, virkur illkynja sjúkdómur, miðlungs eða alvarlega skert nýrnastarfsemi, meðganga og brjóstagjöf.
Mavenclad inniheldur virka efnið cladribine, sem er frumudrepandi efni sem virkar að mestu á eitilfrumur en það eru frumur í ónæmiskerfinu sem hafa með bólgumyndun að gera. Cladribine dregur úr fjölda tiltekinna tegunda T- og B-eitilfrumna (hvítra blóðkorna) sem taldar eru valda því að ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni taugaboða og veldur MS-einkennum. Með því að draga úr fjölda þessara eyðileggjandi ónæmisfrumna í blóði er talið að cladribine geti hægt á eða stöðvað ónæmisviðbragðið sem veldur þessari árás ónæmiskerfisins á mýelínið.
Nánari upplýsingar um Mavenclad á MS-vefnum.