Karfan er tóm.
MS-félagið býður upp á ýmis námskeið fyrir MS-greinda, maka, börn og foreldra þeirra, með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist.
Námskeiðin eru haldin eftir þörfum og er nauðsynlegt að skrá sig hér á síðunni, á skrifstofu félagsins í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is ef áhugi er fyrir námskeiði.
Þegar nægilega margar skráningar hafa borist er viðkomandi námskeið tímasett og samband haft við þátttakendur.
Hér má sjá nánari upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði.