Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS ráðstefnan verður dagana 22. – 25. maí næstkomandi hér í Reykjavík. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er spurningin um það hvernig hægt sé að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir að vera með MS sjúkdóminn.
Komið hefur í ljós, að gífurlegur áhugi er fyrir ráðstefnunni, bæði í öðrum aðildarríkjum Evrópusamtakanna og jafnframt hér heima og komust færri að en vildu. Ráðstefnan verður haldin á Hotel Nordica, þar sem flestir erlendu gestirnir munu jafnframt gista. Nordica er einkar hagstæður vettvangur fyrir ráðstefnuna, bæði hvað varðar alla aðstöðu til ráðstefnuhalds og einnig í ljósi aðstæðna á hótelinu fyrir fatlaða einstaklinga.
Enda þótt mikið af öllum undirbúningi stefnunnar hafi verið á hendi EMSP í Brüssel, hefur allt verið “á hvolfi” á skrifstofu MS félagsins vegna undirbúningsvinnu, sem hlaut að lenda á MS félaginu sem þátttakanda, skipuleggjanda, og vegna verka, sem heimamenn einir geta sinnt með sóma.
Ráðstefnan stendur frá fimmtudegi til sunnudags.
Í grundvallaratriðum skiptist ráðstefnan í tvennt: Annars vegar fundahöld sjálfra Evrópusamtakanna og stjórnar þeirra, þar sem starf og barátta EMSP næstu mánuði og ár eru skipulögð og hins vegar hin eiginlega ráðstefna um viðfangsefnið “Að lifa sjálfstæðu lífi með MS.”
Færri komust að en vildu á ráðstefnuna, en unnið er a ð því að finna lausn á því vandamáli, því MS félagið vill gefa sem flestum tækifæri til að mæta og hlýða á fróðlega fyrirlestra - alla eða að eigin vali. Frá niðurstöðunni verður greint á MS vefnum um leið og okkur berast fréttir þar um. Ólíkar þarfir ráðstefnugestanna rekast á í ýmsum efnum.
Síðdegis á föstudeginum 23. maí býður herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ráðstefnugestum til móttöku á Bessastöðum. Búast má við, að fjölmenni sæki Bessastaði heim þennan eftirmiðdag, einkum útlendir gestir, en þeir telja nær því 100 manns af heildarfjölda ráðstefnugestanna. Sjaldgæft er að þjóðhöfðingjar sýni alþjóðastarfi MS samtakanna slíkan áhuga.
Fjölmargir heimsfrægir fyrirlesarar gera sér ferð til Reykjavíkur og halda áhugaverða fyrirlestra á ráðstefnunni. - h