Það er gaman að skipuleggja ferðalög og að mörgu að hyggja.

Á vefsíðu MS-félagsins hér er að finna gagnlegar slóðir sem geta auðveldað skipulagninguna.

Við bendum m.a. á frábæra vefsíðu Sjálfsbjargar um ferðalög innanlands og erlendis, á frítímahús í Danmörku og Svíþjóð sem eru með góðu aðgengi fyrir fatlaða og til leigu árið um kring, á vefsíðu með upplýsingum um aðgengi í ýmsum borgum Evrópu og minnum á evrópska sjúkratryggingakortið. Einnig kynnum við ferðamöguleika með rútum eða bílaleigubílum innanlands og hvar hægt er að leigja hjálpartæki hér heima.

 

Ef þið lumið á góðum vefslóðum varðandi ferðalög innanlands og/eða erlendis væri frábært að fá þær sendar á netfangið bergthora@msfelag.is.

Einnig viljum við gjarnan fá sendar ferðasögur og upplifanir af ferðaþjónustu og aðgengi, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.

Það gæti verið um aðstoð á flugvöllum, ferðir til og frá flugvöllum, hótel eða gististaði, leigu á rafskutlum, hjólastólum eða öðrum hjálpartækjum, þægilegar og skemmtilegar ferðir eða hvað annað ykkur dettur í hug að deila með öðrum.

Ábendingar ykkar verða teknar saman og birtar til upplýsinga fyrir ferðalanga hér á vefnum.

 

 

Myndin er tekin að kvöldlagi við Mättinge, ferðaparadís NHR, taugafélagsins í Svíþjóð.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir