Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Í kjöri er formannsembætti félagsins, tveir í aðalstjórn og einn varamaður.

 

Berglind GuðmundsdóttirAðalfundurinn verður sá síðasti undir stjórn Berglindar Guðmundsdóttur sem verið hefur farsæll formaður félagsins sl. 8 ár.

Skv. lögum félagsins skal formaður ekki sitja lengur en í 8 ár.

 

 

 

 

 

Framboð til formanns barst frá Björgu Ástu Þórðardóttur.

Björg Ásta er 31 árs, fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2009 og hefur verið í stjórn MS-félagsins í fjögur ár. 

Björg Ásta Þórðardóttir Hún útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2014 og starfar nú sem lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Aðspurð segist Björg Ásta hafa gaman af félagsstörfum. Hún hafi haft sérstaka ánægju af því að sitja í stjórn MS-félagsins sem sé öflugur bakhjarl fólks með MS og aðstandenda þeirra.

Björg Ásta telur mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið innan MS-félagsins en jafnframt leita leiða til að auka þjónustu félagsins við félagsmenn, m.a. með því að finna leiðir til að nýta húsnæði MS-félagsins á Sléttuveginum enn betur. Horfir hún þá sérstaklega til unga fólksins með MS sem og þá félagsmenn sem ekki nýta sér dagvistunarúrræði MS Setursins. Ennfremur vill hún auka frekar fræðslu til almennings um sjúkdóminn og áhrif hans á líf fólks. Þá vill hún að MS-félagið stuðli að áframhaldandi þróun meðferða við sjúkdómnum og skapi og viðhaldi sterk tengsl við heilbrigðisyfirvöld og meðferðaraðila.

 

Eva Þorfinnsdóttir gefur kost á sér í stjórn félagsins. Hún er 23 ára Selfyssingur og stundar nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands ásamt því að vera fiðluleikari.

Eva var greind með MS sumarið 2016 eftir að hafa fengið MS-kast í september 2015.

 

Gunnar Felix Rúnarsson og Ólína Ólafsdóttir gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins.

 

Eins og áður segir byrjar fundurinn kl. 17. Húsið opnar kl. 16:30.

 

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir eru í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins hér og stjórn og nefndir hér.

 

 

BB