Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Aðalfundur félagsins var haldinn þann 10. maí síðastliðinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og verður hér stiklað á stóru.
Hjördís Ýrr Skúladóttir, formaður félagsins, las skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og Eva Þorfinnsdóttir kynnti starf Skells, ungmennaráðs félagsins. Því næst var farið yfir ársreikninga félagsins og þeir samþykktir ásamt skýrslu stjórnar. Þá kynnti Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, lagabreytingartillögur og voru þær samþykktar einróma með einni smávægilegri breytingu. Nánar um þetta í aðalfundargerð sem finna má hér. Nýju lögin eru svo hér í heild sinni.
Að lagabreytingunum loknum tók við kjör til stjórnar og nefnda. Upplýsingar um stjórn og nefndir má finna hér, en stjórnin starfsárið 2022-2023 er svo skipuð:
Formaður
Hjördís Ýrr Skúladóttir
Varaformaður
Alvar Óskarsson
Gjaldkeri
Berglind Sigurðardóttir
Ritari
Berglind Björgúlfsdóttir (Linda)
Meðstjórnandi
Haukur Dór
Varamenn í stjórn
Eva Þorfinnsdóttir
Vigdís Ingólfsdóttir
Úr stjórn gengu Ingveldur Jónsdóttir, gjaldkeri eftir 8 ára stjórnarsetu og Lára Björk Bender eftir 6 ára setu sem varamaður í stjórn. Voru
þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og færður þakklætisvottur á fyrsta fundi nýrrar stjórnar 30. maí síðastliðinn.
BÓ