Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Laugardaginn 8.september var aðalfundur MS félagsins. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Farið var yfir starf félagsins á síðasta ári.
Starfið hefur verið öflugt og mörg námskeið í boði ásamt fræðslufyrirlestrum.
Hlutverk félagsins er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og vera málsvari þeirra gagnvart yfirvöldum . Í sumar reyndi á þetta þegar félagsmenn lögðust á eitt um að MS fólk fengi bestu lyfjameðferð. Félagið með stuðningi félagsmenn vakti athygli á því óréttlæti að lyfið Gilenya yrði ekki tekið í notkun á þessu ári.
Baráttan vakti athygli og samþykktu heilbrigðisyfirvöld að lyfið yrði gefi þeim sem þurfa að hætta á lyfinu Tysabri vegna hættu á alvarlegum aukaverkunum. Félagið þarf alltaf að vera á varðbergi og fygjast grant með aðstæðum MS fólks og þeim lyfjum sem gagnast MS fólki. Félagið er að mestu rekið fyrir styrki og gjafafé frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þrátt fyrir ótryggt fjármagn hefur félaginu tekist að halda úti öflu starfi.
Félagið er þekkt fyrir góða þjónustu og fjámálastjórn og er það lykillinn að farsælu starfi. Úr stjórn félagsins gengu Sigríður Jóhannesdóttir og Karl Steinar Guðnason, þeim er þakkað fyrir gott starf á liðnum árum. Heiða Björg Hilmisdótti kemur ný í stjórn og Guðmundur Löve í varstjórn, þau eru boðin velkomin til starfa.
Listaverkið Stoð sem tekur á móti fólki við hús MS félagsins var vígt 12.september 2002 og er því tíu ára um þessar mundir.
Þess var minnst og höfundi verksins, myndlistarkonunni Gerði Gunnarsóttur færður blómvöndur af því tilefni. Gerður sagði svo frá verkinu og tilurð þess. Að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á veitingar.
BG