Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn laugardaginn 5. október kl. 13:00.
Fundurinn fer fram í húsnæði MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30 og eru félagsmenn beðnir að mæta tímanlega.
Skv. 6. gr. laga félagsins, dags. 31. október 2009, skal dagskrá vera þannig:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Skýrsla stjórnar
c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram
d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum
e) Upphæð árgjalds ákveðin
f) Lagabreytingar
g) Kosning stjórnar, fyrsta og annars varastjórnarmanns
h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi
i) Kosning þriggja fulltrúa í fulltrúaráð ÖBÍ til tveggja ára, þar af einn í aðalstjórn ÖBÍ og einn til vara
j) Kosning nefnda
k) Önnur mál
Laganefnd félagsins mun, undir dagskrárlið f) “Lagabreytingar”, leggja til breytingar á 2., 5. og 10. gr. laga félagsins, sjá hér neðar.
Vinsamlega athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og hafa greitt árgjald til félagsins.
Kaffi og veitingar verða í boði félagsins.
Reykjavík, 13. september 2013
Stjórn MS-félags Íslands
TILLÖGUR LAGANEFNDAR:
2. gr. (nú)
Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum. Unnið skal að tilgangi þessum meðal annars með eftirfarandi hætti:
a) Stuðla að öflugri félagsstarfsemi um land allt.
b) Standa að fræðslu um MS-sjúkdóminn á sem breiðustum grundvelli.
c) Veita aðstoð þeim sem haldnir eru sjúkdómnum.
d) Vera vettvangur fyrir þá sem haldnir eru MS-sjúkdómnum og aðstandendur þeirra til að koma saman og til gagnkvæms stuðnings.
e) Vera málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera.
2. gr. (tillaga)
Markmið félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarsemi.
5. gr. (nú)
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í október ár hvert. Aðalfundur er löglegur sé til hans boðað bréflega og/eða með auglýsingu í dagblöðum með í það minnsta tveggja vikna fyrirvara og skal dagskrá aðalfundar tilgreind í fundarboði. Framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og eru skuldlausir. Hver atkvæðisbær félagsmaður hefur eitt atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.
5. gr. (tillaga)
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í október ár hvert. Aðalfundur er löglegur sé til hans boðað bréflega og/eða með auglýsingu í dagblöðum með í það minnsta tveggja vikna fyrirvara og skal dagskrá aðalfundar tilgreind í fundarboði. Framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og hafa greitt árgjald til félagsins. Hver atkvæðisbær félagsmaður hefur eitt atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.
10 gr. (nú)
Stjórnarseta skal ekki vara lengur en 6 ár samfleytt og verða menn kjörgengir á ný að ári. Aðalfundi einum er heimilt að ákveða hvort greiða skuli stjórnarlaun.
10 gr. (tillaga)
Stjórnarseta skal ekki vara lengur en 8 ár samfleytt og verða menn kjörgengir á ný að ári. Fyrri stjórnarseta skerðir ekki formannstíð. Formaður skal að jafnaði ekki sitja lengur en 8 ár. Aðalfundi einum er heimilt aðákveða hvort greiða skuli stjórnarlaun.