Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í gær var aðalfundur MS-félagsins haldinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Mættir voru um 30 félagsmenn en fundarstjórn var í höndum Berglindar Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni félagsins.
Í upphafi fundar las Björg Ásta Þórðardóttir, formaður, skýrslu stjórnar fyrir starfsárið sem var afar viðburðarríkt. Helst ber þar að nefna formannsskiptin og þá stefnumótunarvinnu sem stjórn fór í í kjölfarið og skilaði nýjum markmiðum og áherslum sem stjórn mun halda áfram að vinna að á komandi starfsári. Þá komu 6 nýir fræðslubæklingar út á árinu og voru sendir til félagsmanna og heilsugæslna um land allt. MeginStoð var fært í nýjan og léttari búning og heitir nú MS-blaðið. Félagið hefur einnig verið virkt á samfélagsmiðlum á starfsárinu, fyrir utan heimasíðuna sem er uppfærð reglulega, er Facebook síðan mikið notuð og Snap Chat reikningur var stofnaður. Þá gerðist félagið aðili Stuðningsneti Sjúklingafélaga sem stofnað var á árinu, en Helga Kolbeinsdóttir, starfsmaður félagsins, hefur unnið þar ötult starf fyrir tilstilli stuðnings Norræns ráðs MS-félaga.
Á síðasta stjórnarfundi var Ingdís Líndal skrifstofustjóri heiðruð fyrir 15 ára óeigingjarnt starf fyrir félagið, en stjórn tók ákvörðun um að ráða Ingdísi sem nýjan framkvæmdastjórafélgasins og mun hún taka við því hlutverki 1. júlí nk. Helga Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri og ritari Norræns ráðs, mun láta af störfum í sumar til að sigla á önnur mið, og var henni þakkað fyrir gott starf.
Þvínæst var farið yfir ársreikninga félagsins, þónokkur kostnaður hlaust af bæði viðhaldsvinnu á húsnæði félagsins sem og auknu starfsmannahaldi, ávinningur af kvöldsöfnun var minni en fyrri ár, sem og nokkuð hefur dregist úr jólakortasölu. Þrátt fyrir þetta skilaði félagið góðum rekstri og mun stjórn leggja áherslu á nýjar leiðir í fjáröflun á nýju starfsári.
Ársreikningar voru samþykktir ásamt skýrslu stjórnar og tók þá stjórnarkjör við. Í aðalstjórn gaf Berglind Björgúlfsdóttir kost á sér í og Ingveldur Jónsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þar sem ekki bárust fleiri framboð töldust þær sjálfkjörnar. Í varastjórn gaf Arna Bech kost á sér og Lára Björk Bender gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Fundarstjóri bað frambjóðendur að kynna sig áður en skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram, en úrslit hennar urðu Láru í hag, sem situr því áfram í varstjórn félagsins. Stjórn félagsins skipa nú:
Björg Ásta Þórðardóttir formaður
Aðalstjórn:
Berglind Björgúlfsdóttir
Ólína Ólafsdóttir
Gunnar Felix Rúnarsson
Ingveldur Jónsdóttir
Varastjórn:
Lára Björk Bender
Eva Þorfinnsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, gekk úr stjórn eftir 6 ára stjórnarsetu og þakkaði núverandi formaður Heiðu fyrir vel unnin störf í þágu MS-félagsins sl. 6 ár.
Að lokum þakkaði Björg Ásta fyrir góðan fund og gott starfsár. Í ár fögnum við 50 ára afmæli félagsins og mun ný stjórn leitast við að bæta sína þjónustu og fara inná nýjar brautir, en framtíðin er án efa björt fyrir MS fólk og aðstandendur þeirra.