Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Á myndinni er stjórn MS-félagsins ásamt fráfarandi formanni, Berglindi Guðmundsdóttur. Á myndina vantar Gunnar Felix Rúnarsson og Evu Þorfinnsdóttur
Aðalfundur MS-félagsins var haldinn í húsnæði okkar á Sléttuvegi 5 í gær, fimmtudaginn 11. maí. Mættir voru um 25 fundargestir og var stemmingin góð. Berglindi Guðmundsdóttur var þakkað mikið og gott starf í þágu félagsins, en þetta var síðasti fundur hennar sem formaður eftir að hafa sinnt því hlutverki af miklum dugnaði og alúð í 8 ár.
Stjórn félagsins hafði borist framboð Bjargar Ástu Þórðardóttur til formannsembættisins og á fundinum tók hún við keflinu af Berglindi sem nýr formaður MS-félagsins. Það eru því nýir og spennandi tímar framundan hjá félaginu. í kynningarræðu sinni greindi Björg Ásta frá helstu áherslum sínum sem nýr formaður. Um leið og hún vill halda áfram því góði verki sem Berglind hefur unnið, vill hún leggja áherslu á að bæta þjónustu félagsins við unga fólkið og þann hóp sem ekki sækir þjónustu Setursins, t.d. með því að nýta húsnæðið betur.
Í aðalstjórn gáfu Gunnar Felix Rúnarsson og Ólína Ólafsdóttir kost á sér til áframhaldindi stjórnarsetu. Í varastjórn kom ný inn Eva Þorfinnsdóttir, en hún er í ungmennaráði félagsins og bjóðum við hana velkomna í stjórn. Eva var ekki á staðnum, en Lára Björk Bender, varamaður í stjórn og fulltrúi í ungmennaráði kynnti framboð hennar.
Á fundinum var Elín Herdís Þorkelsdóttir, starfsmaður Setursins, gerð að heiðursfélaga MS-félagsins. Elín kom inn í stjórn félagsins sem gjaldkeri árið 1983 og sá að mestu um fjármál félagsins til ársins 2007, eða hátt í aldarfjórðung, en í gegnumn árin hefur MS-félagið títt fengið að njóta starfskrafta hennar, hvort sem er við að pakka/selja jólakort, eða önnur störf sem til falla. MS-félagið þakkar Elínu fyrir vel unnin störf til fjölda ára.
Auk þessa var kosning nefnda, en stjórn vill hvetja áhugasama að bjóða fram krafta sína í nýstofnaða viðburðarnefnd.
Í lok fundar færði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, Berglindi blómvönd og skúlptúr frá stjórn og starfsfólki MS-félagsins, um leið og hún þakkaði henni gott samstarf og ómetanlegan stuðning gegnum árin. Við þökkum Berglindi fyrir kærlega fyrir vel unnin störf.
Fundargerð ársfundar kemur inn á vefinn síðar.
Helga Kolbeinsdóttir