Ekki er lengur þörf á að framvísa afsláttarkorti vegna heilbrigðisþjónustu þegar leitað er til  læknis eða á sjúkrastofnun þar sem afsláttarkortið er nú rafrænt. Allir veitendur heilbrigðisþjónustu geta séð hvort sá sem þjónustunnar leitar hafi fengið útgefið afsláttarkort.

SÍ hætti útgáfu afsláttarkorta á pappír 3. mars sl. og því eru afsláttarkort ekki lengur send heim til sjúkratryggðra einstaklinga. Allir læknar, læknastofur og heilbrigðisstofnanir hafa nú möguleika á að fletta upp stöðu sjúklings í Gagnagátt SÍ (undir Þjónustugátt SÍ fyrir heilbrigðisstarfsfólk á www.sjukra.is) eða í tölvukerfum sínum og kanna hvort sjúkratryggðir hafi rétt til afsláttar.

Í Réttindagátt SÍ (undir Þjónustugátt SÍ fyrir einstaklinga á www.sjukra.is) hafa allir sjúkratryggðir einstaklingar möguleika á að fletta upp stöðu sinni við stofnunina en þar er að finna greinargóð yfirlit yfir t.d. lyfjakaup, kostnað vegna heilbrigðisþjónustu, lyfjaskírteini og hjálpartæki.

 

Sjá leiðbeiningar til að fara inn á Réttindagátt SÍ hér.

 

 

Bergþóra Bergsdóttir