Sólin skein blítt fyrir okkur á alþjóðdegi MS í gær. Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt. "Færumst nær" er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Mættir voru um 150 manns að njóta dagsins með okkur, en dagskráin var ekki af verri endanum. Björg Ásta Þórðardóttir, formaður félagsins, setti hátíðina og bauð Hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands velkominn. Guðni hélt stutta ræðu áður en hann gekk á milli og blandaði geði við gesti og gangandi. 

daglb

Danshópurinn Super Kids Club mætti á svæðið og sýndi tvo dansa við góðar undirtektir. Andlitsmáling var á svæðina að vana og Atlantsolíubíllinn mætti á svæðið með pulsur og gos fyrir alla. Einnig var hægt að gæða sér á ljúffengum Emmesís í sólinni meðan börnin léku sér í  hoppikastalanum. Kl. 17 mættu Heimilistónar á svæðið og tóku nokkur lög fyrir okkur um sumarið og Barneiassósu. 

Þuríður Sigurðardóttir var heiðruð sérstaklega, en hún hættir störfum nú í sumar eftir 19 ára starf fyrir Setrið. 

Þessar hressu stúlkur máluðu gesti og gangandi og gáfu félaginu vinnu sína!

Fleiri myndir koma síðar!