Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 25. maí 2011 með sumarhátíð og opnu húsi á Sléttuveginum að vanda. Þema dagsins er atvinnuþátttaka og MS.

Í tilefni af alþjóðadeginum hefur verið útbúið myndband sem sýnir MS fólk í daglega lífinu, á vinnustað og við tómstundaiðkun. Heiðurinn af gerð myndbandsins eiga bræðurnir Daníel Kjartan og Davíð Fjölnir Ármannssynir og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, sem og öðrum sem komu að gerð myndbandsins. Myndbandið má sjá með því að smella hér.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun heimsækja okkur á alþjóðadaginn og flytja stutt ávarp. Hreimur og félagar munu skemmta okkur ásamt fleirum. Boðið verður upp á veitingar, grillaðar pylsur, gos, leiktæki fyrir börnin og fleira.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka með sér gesti á öllum aldri.

Nánari upplýsingar um alþjóðadaginn má finna á heimasíðu dagsins www.worldmsday.org

---

Hér eru einnig tenglar á nokkrar stuttmyndir sem alþjóðasamtökin MSIF létu útbúa um atvinnuþátttöku og MS. Stuttmyndirnar sýna hvernig smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi geta gert MS-fólki kleift að vera lengur á vinnumarkaði.

Myndband 1

Myndband 2 Myndband 3