Eins og mörg undanfarin ár fagnar MS-félagið Alþjóðadegi MS með sumarhátíð. Merkið við miðvikudaginn 27. maí í dagatalinu ykkar og við lofum ykkur skemmtilegri sumarhátíð.

Dagskráin verður auglýst nánar síðar en í boði verða skemmtiatriði, tónlist og veitingar. Allar leiðandi verslanir og fyrirtæki með hjálpartæki sýna vörur sínar.

Veðrið á sumarhátíðum félagsins hefur alltaf verið gott en samt er um að gera að senda verðurguðunum góða strauma fyrir daginn í ár líka.

 

Alþjóðadagurinn 2015 er eins og fyrri ár tileinkaður aðgengi.

 

Í aðdraganda MS-dagsins 2015 verður sérstaklega horft til allra þeirra sem hafa lagt sitt að mörkum til að  brjóta niður múra svo þeir sem eiga við MS-sjúkdóm eða aðra sjúkdóma að stríða hafi aðgang að öllu því sem hægt er að teljast eðlilegt að allir njóti:

  • aðgengi að greiningu, meðferð og stuðningi;
  • aðgengi að byggingum og góðum aðstæðum á ferðalögum;
  • aðgengi að tómstundum, menntun, þjálfun og atvinnu.

 

Alþjóðasamtök MS-félaga, MSIF, biðja fólk að segja frá því fólki og stofnunum sem hafa brotið niður hindranir svo hægt sé að búa betur að fólki með fötlun.

Fólk getur sent skilaboð til þessara einstaklinga eða stofnana með tölvupósti, á fésbókinni eða með öðrum samfélagsmiðlum.

Saman mun fólk um allan heim búa til þúsundir af skilaboðum sem fagna stuðningi, deila árangri, auka vitund og hvetja til aðgerða til að brjóta niður jafnvel fleiri hindranir sem finna má víða gagnvart fólki með MS og fötlun.

 

MSIF hefur síður á Twitter og Facebook sem hægt er að fylgjast með og skrá inn ábendingar og sögur.

 

Mynd frá sumarhátíð MS-félagsins 2014: