Alþjóðadagur MS, sem skipulagður er af MSIF (alþjóðasamtökum MS-félaga), er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Í ár er áherslan á AÐGENGIí víðasta skilningi þess orðs. Að því tilefni biðlaði MS-félagið til MS-fólks og aðstandenda þeirra um að það velti fyrir sér hvaða hindranir væru í vegi fyrir því að það fengi óskir sínar uppfylltar um óheft aðgengi að samfélaginu, til dæmis aðgengi að lyfjum, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu, skóla, vinnu og tómstundum. Fólk var beðið um að velta fyrir sér hvernig það sæi fyrir sér hinn fullkomna dag.

 

Ef framtíðardraumar þeirra sem sendu inn drauma sína um sinn fullkomna dag munu rætast, þeim og öðrum til gleði og hagsbóta, þá verður gaman að lifa....

 

 

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... ég get farið í Kringluna, Smáralindina, IKEA og miðbæinn og get leigt mér (eða fengið lánað) viðeigandi rafmagnsskutlu.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... aðstandendur þurfa ekki að taka sér frí frá vinnu svo ég komist til læknis.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... ég fæ svör og læknaþjónustu í heimabyggð.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... ég nýt ferðaþjónustu á milli sveitarfélaga.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... allt aðgengi er í lagi fyrir alla.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... við fáum páskaegg frá MS.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... allar verslanir og veitingahús verða með merki á áberandi stað um aðgengi fyrir alla. Þannig veit ég að allir eru velkomnir og ég get þá óskað eftir aðstoð eða hjálpartæki, eins og rampi, til að komast inn og út ef tröppur hamla för.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... búið er að ganga frá gatnamótum Hafnafjarðavegar og Vífilstaðavegar svo ég komist um þau á hjólastólnum mínum.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... ég þarf ekki að ferðast um langan veg til að hitta lækni eða fá lyfjameðferð.

FULLKOMINN DAGUR – er þegar .... systir mín, sem er með MS, þarf ekki að bíða í marga mánuði eftir tíma hjá taugalækni.

 

 

MÍN FRAMTÍÐARSÝN ER að samfélagið sé þannig að það sé aðgengi fyrir alla að upplýsingum, þjónustu, menntun, tómstundastarfi og öllu húsnæði. Það eru mannréttindi fólks að geta tekið virkan þátt í samfélaginu

MINN FULLKOMNI DAGUR felst m.a. í því að geta gengið að allri læknisþjónustu vísri í heimabyggð, þ. à m. aðgang að lækni með hið minnsta góða þekkingu og reynslu af MS-sjúklingum. Ennfremur gætu allir, à þessum degi, komist allra ferða sinna og inní hvað byggingar sem er, hvort sem þeir eru hreyfihamlaðir eða ekki. Dagurinn einkennist einnig af óhindruðum aðgangi að afþreyingarefni, bæði fyrir þà þjàst af skertri eða engri sjón eða heyrn og þà sem eru óskertir að þessu leyti. Umfram allt þà er dagurinn fulkominn þegar allir hafa raunverulega jöfn tækifæri til að framkvæma allar lífsins þrautir og þegar umhverfið hefur verið hreinsað af hindrunum. Aðgengi eru mannréttindi og àn þess einangrumst við í tilveru okkar og náum ekki að tengjast samfélaginu með heilbrigðum hætti. Fullkominn dagur er þegar samfélagið er opið öllum.

 

Búið er að setja óskir um hinn fullkoma dag í hreyfiborða ofarlega á vefsíðunni. 

 

 

Sjá fésbókarsíðu alþjóðadags MSIF World Multiple Sclerosis (MS) Day.

 

 

 

BB